Segir sjálfstæðismenn tefja

Frá fundi Alþingis.
Frá fundi Alþingis. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að sjálfstæðismenn væru að tefja afgreiðslu brýnna mála á Alþingi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði því. Sagði hann að forsætisráðherrann ætlaði að beita sér fyrir breytingu á stjórnarskránni í ágreiningi í stað þess að fjalla um brýn mál á þinginu.

Jóhanna sagði, að fjórir stjórnmálaflokkar á Alþingi væru sammála þeim breytingum, sem til stæði að gera á stjórnarskránni og um væri að ræða breytingar, sem lengi hefði verið ræddar  á Alþingi. Jóhanna sagði það vissulega óvenjulegt að stjórnarskrá sé breytt þótt ekki sé samkomulag um það en greinilegt sé að Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur nauðsynlegum lýðræðisbreytingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert