Blús í miðborginni

Blúsvagnar Krúserklúbbs Reykjavíkur vöktu athygli vegfarenda.
Blúsvagnar Krúserklúbbs Reykjavíkur vöktu athygli vegfarenda. Mbl/Kristinn

Það er ekki ofsögum sagt að blúsinn hafi verið í aðalhlutverki í miðbænum í dag er Blúshátíð í Reykjavík var sett. 

Blúsvagnar Krúserklúbbs Reykjavíkur voru meðal þess sem að fyrir augu bar á opnuninni. Blúsvagnarnir héldu niður Skólavörðustíg og Bankastræti og óku svo rúntinn áður en förinni lauk með bílasýningu á Lækjartorgi.

Einnig var boðað til Blúsáhaldagöngu og lagði hún af stað frá Eggerti feldskera, en gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti með lifandi blús sem leikinn var inni á kaffihúsum og í verslunum.

Gítarsýning var opnuð í Galleríi Sævars Karls og þá verður Klúbbur Blúshátíðar opnaður á Café Rósenberg kl 17.

Tónlistarstopp var víða gert í verslunum.
Tónlistarstopp var víða gert í verslunum. Mbl/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert