Plokkað á rétta strengi

Vestfirskur plokkfiskur kom mönnum í rétta gírinn.
Vestfirskur plokkfiskur kom mönnum í rétta gírinn. Ljósmynd/Julia Staples

Hann mældist vel fyrir plokkfiskurinn sem boðið var upp á  fundi fararstjóra tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á veitingastaðnum Karamba í gær.

Boðið var uppá plokkfisk sem flogið var með suður frá Ísafirði og var það Maggi Hauks, sem aðstandendur hátíðarinnar kalla Sjávarréttaráðherra Vestfjarða, sem matreiddi fyrir viðstadda.

Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur við Flugfélag Íslands og Vodafone. Að undirskrift lokinni tóku Fjallabræður síðan lagið til að koma fólki í rétta gírinn fyrir tónlistarveisluna.

Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður þetta árið eru Hemmi Gunn og Kraftlyfting, Dr. Spock, FM Belfast, Reykjavík!, Sudden weather change, Agent fresco, Mugison, múm, Vicky og Stórsveit Vestfjarða.

Aldrei fór ég suður er nú haldin sjötta árið í röð og líkt og undanfarin ár mun hátíðin teygja sig yfir tvö kvöld. Byrjað verður með tónleikum á föstudagskvöldið og spilað fram yfir miðnætti. Á laugardeginum verður verður síðan byrjað kl 16 og spilað langt fram eftir nóttu.

 

Fjallabræður tóku lagið fyrir viðstadda.
Fjallabræður tóku lagið fyrir viðstadda. Ljósmynd/ Julia Staples
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert