Myndir: Plokkdagurinn gott verkefni og þarft

Guðni Th. Jóhannesson forseti og sjálfboðaliðar Rauða krossins á Áltanesi …
Guðni Th. Jóhannesson forseti og sjálfboðaliðar Rauða krossins á Áltanesi í morgun. mbl.is/Óttar

„Þetta hefur náttúrulega verið haldið síðan 2018 og er hugarfóstur Einars Bárðarsonar sem er Rótarý-félagi. Honum fannst þetta orðið of stórt fyrir einn mann að halda utan um og heyrði þá í okkur Rótarý-félögum um hvort það væri einhver grundvöllur til að við tækjum við þessu verkefni,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri Rótarý, í samtali við mbl.is.

Umræðuefnið er Stóri plokkdagurinn sem er einmitt í dag og er haldinn í sjöunda sinn og taka langflest sveitarfélög landsins þátt í verkefninu sem gengur út á að fyrirtæki nýta daginn og dagana í kring til að taka til hendinni við sorptínslu. Það sama á við um hverfa- og félagasamtök og stefnir í metþátttöku í ár.

„Þetta er gott verkefni og þarft, við erum með yfir þrjátíu klúbba víðs vegar um landið sem eru að kynna þetta úti um allt og við lítum líka bara á þetta sem tækifæri til að vera sýnileg, það er að segja Rótarý-hreyfingin,“ segir Ómar Bragi.

Guðni að plokka við Bessastaði.
Guðni að plokka við Bessastaði. mbl.is/Óttar
Stóri plokkdagurinn er í dag og hafa sveitarfélög og fyrirtæki …
Stóri plokkdagurinn er í dag og hafa sveitarfélög og fyrirtæki víða um land blásið til hreinsunarátaks sem talið er það stærsta í sögu dagsins sem hóf göngu sína árið 2018. mbl.is/Óttar

Milli ellefu og tólf hundruð félagar

Aðspurður kveður hann Plokkdaginn falla eins og flís við rass að verkefnum hreyfingarinnar sem láti sig umhverfismál miklu varða. „Rótarý eru stærstu góðgerðarsamtök í heiminum og á þessu ári leggjum við fjörutíu milljarða í góðgerðarmál á heimsvísu,“ segir umdæmisstjórinn og bætir því við að Rótarý-samtökin séu úti um allt. „Einar telur að þetta verði stærsti dagurinn, þátttakan verði þannig,“ segir Ómar Bragi.

Víða mátti sjá fólk í gulum vestum við ósérhlífin þjóðþrifastörf …
Víða mátti sjá fólk í gulum vestum við ósérhlífin þjóðþrifastörf í dag enda metþátttaka. mbl.is/Óttar

Á Íslandi segir hann milli ellefu og tólf hundruð félaga starfandi í rúmlega þrjátíu klúbbum, „allir geta komið í Rótarý og eru velkomnir, ég bý sjálfur á Sauðárkróki þar sem ég er umdæmisstjóri og skaust suður í morgun þar sem ég var mættur við setninguna í Grafarvogi með forseta Íslands og umhverfisráðherra. Síðan hef ég farið á milli klúbba og er staddur í Hafnarfirði núna og á leið í Mosfellsbæ, ég ætla bara að kíkja á mitt fólk,“ segir Ómar Bragi Stefánsson hjá Rótarý og segir samtökin ávallt tilbúin að láta gott af sér leiða.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, að plokka.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, að plokka. mbl.is/Óttar
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Plokkað á höfuðborgarsvæðinu.
Plokkað á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Óttar
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Plokkað á Ísafjarðarhöfn.
Plokkað á Ísafjarðarhöfn. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Plokkað á Akureyri.
Plokkað á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Plokkað á Ísafirði.
Plokkað á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Plokk á Ísafirði.
Plokk á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert