Þriðja hvern dag slasast barn í bíl

mbl.is/Júlíus

Þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl. Þetta má m.a. lesa út úr nýrri rannsókn á umferðarslysum barna 0-14 ára, sem kynnt var í gær. Landspítali, Forvarnahúsið og Rannsóknarnefnd umferðarslysa kynntu niðurstöðuna, en hún þykir sýna að úrbóta sé þörf.

Rannsóknin náði til slysa á börnum í bílum á tímabilinu 25. apríl 1997 til 29. febrúar 2004. Alls voru 899 börn í rannsókninni, 375 voru á aldrinum 0-5 ára og 524 voru á aldrinum 6-14 ára. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að 76% barna á aldrinum 0-5 ára voru í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára.

Alls létust 9 börn í umferðarslysum á þessu sjö ára tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert