Undrandi á forgangsröðun FME

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Blaðamannafélag Íslands lýsir undrun sinni á því að Fjármálaeftirlitið
skuli telja það til forgangsverkefna  að beina spjótum sínum  að
blaðamönnum sem eru að reyna að varpa ljósi á bankahrunið.

Ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna aðgerða FME:

„Blaðamannafélag Íslands lýsir undrun sinni á því að Fjármálaeftirlitið skuli telja það til forgangsverkefna  að beina spjótum sínum  að blaðamönnum sem eru að reyna að varpa ljósi á bankahrunið.

Hrunið snertir alla í landinu og varðar því ríka almannahagsmuni að upplýst sé um orsakir þess, þar með talið hvað gerðist í bönkunum. Félagið fagnar því að viðskiptaráðherra sé sama sinnis.

Trúnaður blaðamanna er við almenning í landinu. Ekki á að vera hægt að kúga fjölmiðla til að birta ekki upplýsingar sem varða hagsmuni almennings.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert