Þrjár pakkningar hafa skilað sér

Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.
Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.

Belgískur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til innflutnings á fíkniefnum hefur skilað af sér þremur pakkningum. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki vitað hvort maðurinn hafi fleiri pakkningar að geyma.

Pakkningunum var umsvifalaust komið til tæknideildar lögreglunnar sem sér um að vigta og efnagreina. Varðstjóri hjá lögreglu Suðurnesja hafði þær upplýsingar ekki undir höndum. Áfram verður vel fylgst með manninum.

Eins og kunnugt er kom maðurinn til landsins á fimmtudag. Hann var stöðvaður og handtekinn í Leifsstöð en slapp úr haldi lögreglu á leið í gegnumlýsingu. Maðurinn fannst á nýjan leik á föstudagsmorgun.

Maðurinn var með efni innvortis, bæði sem hann hafði gleypt og geymt í endaþarmi. Hann skilaði hluta þeirra á föstudaginn og beðið var eftir að pakkningarnar skiluðu sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert