Ekki hlaupið að því að semja um fríverslun

Viðræður milli Íslands og Kína um fríverslunarsamning milli landanna tveggja ganga vel, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Takist að semja verður þetta annar tvíhliða fríverslunarsamningurinn sem Ísland gerir við annað land. Hinn fríverslunarsamningurinn var gerður við Færeyjar og tók gildi árið 2006, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Ísland hefur sem aðili að EFTA gert fríverslunarsamninga við fjölda ríkja, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Mikilvægasti fríverslunarsamningurinn er þó samningurinn um EES, en sá samningur er auðvitað mun víðtækari en svo að hann taki einungis til fríverslunar.

Íslandi er frjálst að leita samninga við önnur ríki og viðskiptablokkir um fríverslunarsamninga. En hvers vegna skyldi Ísland ekki hafa gert fleiri tvíhliða fríverslunarsamninga, líkt og þegar hefur verið gerður við Færeyjar og þann sem verið er að ræða um að gera við Kína?

Einar Gunnarsson, sem stýrir skrifstofu viðskiptasamninga hjá utanríkisráðuneytinu, segir að ef nokkur kostur sé á, reyni Ísland að beina viðræðum um fríverslunarsamninga inn á vettvang EFTA. Ástæðan sé sú að EFTA-ríkin sem heild séu mun álitlegri samningsaðili en einstök ríki. Auk þess eru fríverslunarviðræður gríðarlega viðamikið verkefni og það valdi margföldu álagi á íslensku stjórnsýsluna þegar Ísland semur eitt, í samanburði við samningaviðræður í samfloti með EFTA. Sendinefndir á samningafundum séu fjölmennar, oft um 50-60 manns og samningarnir geti hlaupið á nokkur hundruð blaðsíðum. Hjá EFTA starfi um tylft sérfræðinga í milliríkjasamningum auk þess sem EFTA-ríkin leggi öll til mannskap.

Einar segir að með aðildinni að EFTA hafi Ísland aðild að svo víðtæku neti fríverslunarsamninga að jafna megi við það besta sem gerist. Aðeins Evrópusambandið gæti hugsanlega státað af viðameiri fríverslunarsamningum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert