Ellefu líkamsárásir tilkynntar

Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Tæplega helmingur þeirra, eða fimm, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags.

Að sögn lögreglu voru flestar líkamsárásanna minniháttar en nokkrir karlmenn fóru þó heim ýmist nefbrotnir eða með brotnar tennur eftir skemmtanir næturinnar. Í tveimur tilvikum voru þolendur skallaðir í andlitið.

Alvarlegasta líkamsárásin átti sér stað í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Þar var karl á þrítugsaldri sleginn í andlitið og var hann fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn var handtekinn nokkru síðar. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert