Snjókarlinn ekki látinn í friði

Snjókarlinn á Ráðhústorgi.
Snjókarlinn á Ráðhústorgi.

Lögreglan á Akureyri handtók um liðna nótt þrjá karlmenn um tvítugt eftir að þeir gengu í skrokk á stórum snjókarli sem staðsettur er á Ráðhústorgi. Ekki var þó aðeins árásin á snjókarlinn heldur einnig mikil ölvun mannanna sem leiddi til handtökunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur snjókarlinn ekki fengið að vera í friði fyrir árásum ungra Akureyringa frá því hann var hlaðinn. Snjókarlinn bráðnaði reyndar í hlýindum fyrir nokkru en var endurreistur í gærdag. Að undirlagi Akureyrarstofu voru vaskar stúlkur úr 4. flokki Þórs í fótbolta fengnar til að hlaða aftur upp karlinn með dyggri aðstoð foreldra sinna og starfsmanna bæjarins. Sérstakur listrænn ráðunautur við verkið var Hallgrímur Stefán Ingólfsson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert