Alger ládeyða í sölu nýrra bíla eftir að bankar hrundu

Bílaumboðin standa höllum fæti eftir bankahrunið. Samdráttur í sölu nýrra bíla er 90% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Samdráttarskeiðið nær þó enn lengra aftur, eða til mars 2008.

Viðmælendur Morgunblaðsins segja að bílaumboðin reyni að þrauka frá degi til dags. Ástandið sé erfitt hjá þeim öllum en staða einstakra fyrirtækja sé misjöfn. Öll bílaumboðin hafa gripið til uppsagna að undanförnu. Talið er líklegt að frekari breytinga megi vænta hjá bílaumboðunum og einhverjar bílategundir eigi eftir að færast til nýrra umboða. Slíkt hefur gerst í kjölfar fyrri samdráttarskeiða í bílasölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert