Sr. Gunnar tekur við störfum

Séra Gunnar Björnsson.
Séra Gunnar Björnsson. mbl.is

Séra Gunnar Björnsson, sem sýknaður var í Hæstarétti í lok mars síðastliðnum af ákæru um kynferðislega áreitni, mun hefja aftur störf hinn 1. maí í Selfosskirkju, eins og áætlað var.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins skiptast sóknarbörnin mjög í tvær fylkingar í afstöðu sinni til Gunnars. Ekki hefur verið um neina skipulega andstöðu að ræða, en foreldrar fermingarbarna hafa haft samband við Biskupsstofu og óskað þess að sá prestur sem hefur annast fermingarfræðsluna þetta árið sjái um allar fermingar barna í ár, líka fermingar í maí. Ekki var unnt að verða við þeim óskum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert