Joly fyrst og fremst ráðgjafi

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að störf franska rannsóknardómarans Evu Joly fyrir Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, snúi einkum að ráðgjöf um meðferð réttarbeiðna milli landa auk ráðgjafar um tengsl við erlenda sérfræðinga á ýmsum sviðum.

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður skrifaði grein  í Morgunblaðið í dag og hélt því m.a. fram, að Eva Joly væri fullkomlega vanhæf til að koma að rannsókn sérstaks saksóknara vegna yfirlýsinga sinna um mögulega sekt sakborninga. Ráðningin gæti hugsanlega valdið því að rannsóknin og möguleg saksókn ónýttist, þar sem sakborningar hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert