Húsnæði lækkar í verði

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað undanfarið.
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað undanfarið. Jim Smart

Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað í verði, samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 3.8% lægra í mars s.l. en í febrúar. Vísitalan lækkaði um 6% á síðustu þremur mánuðum, um 7,7% síðasta hálfa árið og um 8,5% á síðustu tólf mánuðum.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu steig hæst í janúar 2008 þegar hún var 357,4. Hún var 322,6 nú í mars og hefur því lækkað um 9,7% frá toppinum. Vísitalan var 100 í janúar 1994 og sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir apríl 2009 verður gefin út þriðjudaginn 19. maí næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert