Jónína kom inn í stað Lúðvíks

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson.

Staða fjögurra frambjóðenda breyttist þegar lokatölur komu frá Norðausturkjördæmi um kl. 9 í morgun. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði datt út af þingi, en Jónína Rós Guðmundsdóttir, samflokksmaður hans, í Norðausturkjördæmi kom inn á þing. Ennfremur féll Huld Aðalbjarnardóttir, frambjóðandi Framsóknarflokks, út af þingi en Jón Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, náði kjöri.

Í fyrstu tölum var Framsóknarflokkurinn með níu þingmenn. En eftir miðnætti bættist sá tíundi við. Sjálfstæðisflokkurinn var alla kosninganóttina með 15 þingmenn, en þegar síðustu tölur komu frá Norðausturkjördæmi hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn sig, sem nægði honum til að fá 16 þingmenn. Framsóknarflokkinn vantaði aðeins 32 atkvæði til að ná inn sínum tíunda manni á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Þessi breyting leiddi til þess að Tryggvi Þór Herbertsson, sem skipaði 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, varð kjördæmakjörinn. Huld Aðalbjarnardóttir, sem var í 3. sæti Framsóknar, datt út af þingi. Þetta leiddi aftur til þess að 3. maður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi náði þingsæti sem jöfnunarmaður. Og það hafði svo þau áhrif að Lúðvík Geirsson, sem skipaði 5. sætið á lista Samfylkingar í SV-kjördæmi, náði ekki kjöri.

 Mörg dæmi eru um það í kosningum að breyting á atkvæðatölu í einu kjördæmi hafi áhrif á hver verður jöfnunarmaður annars flokks í öðru kjördæmi. Frægasta dæmið í síðustu kosningum var Samúel Örn Erlingsson, sem skipaði 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi. Hann var ýmist úti eða inni alla nóttina. Nú hefur Lúðvík Geirsson hlotið sviðuð örlög.

Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Jónína Rós Guðmundsdóttir,
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert