Verð á ýsu og karfa hækkað

Verð hefur verið hækkað á karfa.
Verð hefur verið hækkað á karfa. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað á fundi sínum fyrir helgi að hækka verð á slægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu, eða seld til skyldra aðila, um tíu prósent. Þetta kemur fram á vefsvæði Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Jafnframt var ákveðið að hækka verð á óslægðri ýsu um sautján prósent og á karfa um þrettán prósent. Verðhækkunin tók gildi 1. maí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert