Fjörutíu tommu flatskjá stolið úr sumarhúsi

Ekki er vitað hverjir voru að verki.
Ekki er vitað hverjir voru að verki. mbl.is/Júlíus

Tilkynnt var um innbrot í sumarhús í Grímsnesi í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var meðal annars stolið 40 tommu flatskjá, tölvuskjá auk fleiri muna. Þjófurinn var á ferð einhvern tíma frá gærmorgni til síðdegis í dag. Lögregla biður þá sem urðu varir við óeðlilegar mannaferðir að gefa sig fram.

Innbrot í Grímsnesi hafa verið tíð undanfarið misseri en hefur farið fækkandi að undanförnu, m.a. vegna hertra öryggisráðstafanna sumarhúsaeiganda.

Einnig var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn ók bíl sínum innanbæjar á Selfossi. Við skimun kom í ljós að hann hafði neytt nokkurra tegunda fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert