Aldrei fleiri sem hjóla í vinnuna

Eyþór Árnason

Hin árlega landskeppni Hjólað í vinnuna var sett í Reykjavík í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er búist við feikigóðri þátttöku þar sem reiðhjólið nýtur meiri vinsælda um þessar mundir en áður sem samgöngutæki.

Í ávarpi sínu við opnun keppninnar í morgun sagðist Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, fagna átakinu og notaði tækifærið til að hvetja starfsmenn borgarinnar áfram þær vikur sem átakið stendur.

ÍSÍ stendur nú ásamt samstarfsaðilum fyrir Hjólað í vinnuna í sjötta sinn og er markmiðið að vekja athygli á hjólreiðum sem hagkvæmum samgöngumáta sem einnig styrkir heilsu og bætir borgarbrag.

Árið 2008 tóku 1017 lið frá 431 vinnustað þátt í keppninni sem í meginatriðum felst í því að fara til og frá vinnu án þess að nota einkabílinn. Þátttakendur í fyrra voru 7065 og býst Jóna H. Bjarnadóttir sem hefur umsjón með keppninni við að það met verði slegið í ár. Átakið stendur til 26. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka