Varasöm gatnamót löguð í sumar

Hættulegustu gatnamót landsins í fyrra voru gatnamót Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Þar urðu flest slys með meiðslum á fólki. Flest umferðarslys, með og án meiðsla á fólki, urðu hins vegar á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Þetta má lesa út úr nýrri slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2008.

Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að á hættulegustu gatnamótum landsins, þar sem mætast Kringlumýrarbraut, Laugavegur og Suðurlandsbraut, séu engin beygjuljós fyrir þá sem beygja þvert fyrir umferð sem ekur norður og suður Kringlumýrarbraut. Einar telur að af þessu stafi mikil hætta og að beygjuljós myndu án efa draga stórlega úr slysum á þessum gatnamótum.

Ólafur Bjarnason hjá samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar sagði að stefnt væri að því að lagfæra þessi gatnamót í sumar. Setja ætti beygjuljós fyrir vinstribeygju á Kringlumýrarbraut. Þetta væri liður í samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Einnig á að laga gatnamót Hringbrautar-Njarðargötu og Kringlumýrarbrautar-Borgartúns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert