Margir nýir vilja halda á hvalveiðar

mbl.is/ÞÖK

Nokkuð á annan tug umsókna um hvalveiðileyfi hefur borist sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. „Það er mikill áhugi og menn eru spenntir,“ segir Ásta Einarsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og segir að nokkuð sé um að haft sé samband við sjávarútvegsráðuneytið vegna málsins. Um 70% þeirra hvalveiðiumsókna sem borist hafa koma frá einstaklingum sem hafa ekki stundað hvalveiðar áður. „Fólk er greinilega að leita nýrra tækifæra.“

Þrír hrefnuveiðimenn fengu leyfi strax í janúar en umsóknir annarra eru í matsferli hjá Fiskistofu, sem fer yfir umsóknirnar og kallar eftir viðbótargögnum sé þess þörf. Þá þurfa umsækjendur að sækja námskeið þar sem m.a. er farið yfir aflífunaraðferðir og annað tengt hvalveiðunum. Námskeiðið verður haldið um miðjan maí og stendur í þrjá daga. Það kostar 100.000-120.000 kr. og mun norski sérfræðingurinn Egil Ole Øen sjá um að uppfræða umsækjendur. „Að námskeiði loknu mun Fiskistofa síðan skila inn tillögum sínum og við yfirförum þær og veitum leyfin á grundvelli þeirra upplýsinga sem þar liggja fyrir,“ segir Ásta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert