Fréttaskýring: Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp

Stjórnvöld horfa grímulaust upp á eignir húsnæðislántakenda brenna upp, fullyrðir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Hann berst nú fyrir því að lántakendur fái lán sín leiðrétt þar sem forsendur samninga þeirra sé brostinn.

„Stjórnvöld eru að reyna að svæfa og slæva fólk með því að segja að það skipti engu máli hvort það borgi allt sem það geti í þrjátíu ár eða sjötíu. Farið er fram á að fólk takist á hendur skuldbindingar sem það aldrei samþykkti; allt aðrar forsendur, allt aðrar aðstæður, allt önnur greiðslubyrði og allt annar lánstími og stjórnvöld tala eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma eru þessi sömu stjórnvöld að fá þessi sömu lán til sín á spottprís af því að augljóst er að skuldararnir geta ekki borgað.“

Umræðan um niðurfellingu skulda hefur magnast eftir að talsmaður neytenda birti tillögu sína um að sett verði neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um eignarnám íbúðarveðlána til neytenda og niðurfærslu þeirra eftir mati gerðardóms. Baráttan snýst um hver eigi að bera tjónið af bankahruninu og verðbólgunni í samfélaginu og kastljósinu hér beint að þeim sem telja að leiðrétta þurfi stöðu lántakenda.

Þjóðin klofni við gjaldþrotin

Björn Þorri óttast að þjóðin klofni verði þeim sem tóku lán „fórnað á altari efnahagshrunsins“ og þeir gerðir gjaldþrota - því ekkert annað bíði þeirra í raun. Gjaldþrota verði þessir ólánssömu lántakendur efnahagslegir útlagar í þjóðfélaginu. Það þýði að fólk fari í feluleik með alla sína hluti. „Það felur tekjurnar sínar, það felur eignirnar sínar og skráir þær á aðra. Það verður andsamfélagslega sinnað - skráir sig ekki sambúð, reynir að vinna svart, er á atvinnuleysisbótum og reynir jafnvel að fá örorkubætur. Það fer í kringum kerfið. Það fyllist réttlátri reiði, finnst það ekki skulda samfélaginu neitt. Samfélagið sé óréttlátt sem komi illa fram við sig. Með þessu verða hér tugþúsundir Íslendinga sem lifa eftir því lífsmóttói. Þá spyr ég: Hvernig ætla vinstriflokkarnir að skattleggja þetta fólk? Hér myndast svartamarkaðshagkerfi.“

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líkt og Björn Þorri að leiðrétta þurfi lánin vegna forsendubrests. Hann telur raunhæft að sýn Björns Þorra um andfélagslegu borgarana verði að veruleika án aðgerða.

„Vonleysið verður sífellt meira sem og þrýstingurinn á að eitthvað verði gert fyrir hinn almenna skuldara.“ Þær hugmyndir að fólk fari í greiðsluverkfall lýsi því að greiðsluviljinn sé að hverfa.

Tryggvi er sammála Framsóknarflokknum að fella 20% af lánunum niður. Tækifærið til leiðréttingar sé einstakt núna. Ljóst sé þó að niðurfellingin gagnist ekki öllum. „Þá skulum við vera með önnur úrræði eins og 50% leiðina; að fólk greiði 50% af skuldbindingum sínum í þrjú ár.“

Hópar standi ekki jafnt

Tryggvi Þór Herbertsson (t.v) hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks tekur undir með Birni Þorra Viktorssyni (t.h.) lögmanni að ekki hafi verið tekið jafnt á málum manna. „Ljóst er að þær aðgerðir sem búið er að fara út í ganga ekki jafnt yfir alla hópa. Það er búið að tryggja sparifjáreigendur að þeir muni ekki tapa innstæðum. Þá var komið til móts þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum. En raunverulega er ekkert búið að gera fyrir þá sem skulduðu nema að bjóða þeim upp á það úrræði að lengja og teygja í lánum, nema þeir fari í greiðsluaðlögun.“

Björn Þorri vill meina að með ákvörðunum sem þegar hafi verið teknar, að bæta skaða fjármagnseigenda, sé minna til skiptana fyrir aðra, því ríkið hafi ekki úr endalausu fjármagni að spila. Jafnræðisreglan hafi verið brotin.

Bloggað um fréttina

Innlent »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
72 fm íbúð til leigu
Gullfalleg íbúð á Ásvallagötu 82, 101 Reykjavík. Íbúðin er 64 fm ásamt 10 fm gey...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...