Fréttaskýring: Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp

Stjórnvöld horfa grímulaust upp á eignir húsnæðislántakenda brenna upp, fullyrðir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Hann berst nú fyrir því að lántakendur fái lán sín leiðrétt þar sem forsendur samninga þeirra sé brostinn.

„Stjórnvöld eru að reyna að svæfa og slæva fólk með því að segja að það skipti engu máli hvort það borgi allt sem það geti í þrjátíu ár eða sjötíu. Farið er fram á að fólk takist á hendur skuldbindingar sem það aldrei samþykkti; allt aðrar forsendur, allt aðrar aðstæður, allt önnur greiðslubyrði og allt annar lánstími og stjórnvöld tala eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma eru þessi sömu stjórnvöld að fá þessi sömu lán til sín á spottprís af því að augljóst er að skuldararnir geta ekki borgað.“

Umræðan um niðurfellingu skulda hefur magnast eftir að talsmaður neytenda birti tillögu sína um að sett verði neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um eignarnám íbúðarveðlána til neytenda og niðurfærslu þeirra eftir mati gerðardóms. Baráttan snýst um hver eigi að bera tjónið af bankahruninu og verðbólgunni í samfélaginu og kastljósinu hér beint að þeim sem telja að leiðrétta þurfi stöðu lántakenda.

Þjóðin klofni við gjaldþrotin

Björn Þorri óttast að þjóðin klofni verði þeim sem tóku lán „fórnað á altari efnahagshrunsins“ og þeir gerðir gjaldþrota - því ekkert annað bíði þeirra í raun. Gjaldþrota verði þessir ólánssömu lántakendur efnahagslegir útlagar í þjóðfélaginu. Það þýði að fólk fari í feluleik með alla sína hluti. „Það felur tekjurnar sínar, það felur eignirnar sínar og skráir þær á aðra. Það verður andsamfélagslega sinnað - skráir sig ekki sambúð, reynir að vinna svart, er á atvinnuleysisbótum og reynir jafnvel að fá örorkubætur. Það fer í kringum kerfið. Það fyllist réttlátri reiði, finnst það ekki skulda samfélaginu neitt. Samfélagið sé óréttlátt sem komi illa fram við sig. Með þessu verða hér tugþúsundir Íslendinga sem lifa eftir því lífsmóttói. Þá spyr ég: Hvernig ætla vinstriflokkarnir að skattleggja þetta fólk? Hér myndast svartamarkaðshagkerfi.“

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líkt og Björn Þorri að leiðrétta þurfi lánin vegna forsendubrests. Hann telur raunhæft að sýn Björns Þorra um andfélagslegu borgarana verði að veruleika án aðgerða.

„Vonleysið verður sífellt meira sem og þrýstingurinn á að eitthvað verði gert fyrir hinn almenna skuldara.“ Þær hugmyndir að fólk fari í greiðsluverkfall lýsi því að greiðsluviljinn sé að hverfa.

Tryggvi er sammála Framsóknarflokknum að fella 20% af lánunum niður. Tækifærið til leiðréttingar sé einstakt núna. Ljóst sé þó að niðurfellingin gagnist ekki öllum. „Þá skulum við vera með önnur úrræði eins og 50% leiðina; að fólk greiði 50% af skuldbindingum sínum í þrjú ár.“

Hópar standi ekki jafnt

Tryggvi Þór Herbertsson (t.v) hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks tekur undir með Birni Þorra Viktorssyni (t.h.) lögmanni að ekki hafi verið tekið jafnt á málum manna. „Ljóst er að þær aðgerðir sem búið er að fara út í ganga ekki jafnt yfir alla hópa. Það er búið að tryggja sparifjáreigendur að þeir muni ekki tapa innstæðum. Þá var komið til móts þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum. En raunverulega er ekkert búið að gera fyrir þá sem skulduðu nema að bjóða þeim upp á það úrræði að lengja og teygja í lánum, nema þeir fari í greiðsluaðlögun.“

Björn Þorri vill meina að með ákvörðunum sem þegar hafi verið teknar, að bæta skaða fjármagnseigenda, sé minna til skiptana fyrir aðra, því ríkið hafi ekki úr endalausu fjármagni að spila. Jafnræðisreglan hafi verið brotin.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Tattoo
...
HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...