Unnið að því að útvega lögmann

Íslendingurinn var tekinn með um 6 kíló af kókaíni.
Íslendingurinn var tekinn með um 6 kíló af kókaíni. AP

Ræðismaður Svíþjóðar í Recife í Brasilíu átti í gær fund með ungum íslenskum karlmanni sem var handtekinn með um sex kíló af kókaíni á flugvellinum í borginni í síðustu viku. Skv. upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu er nú unnið að því útvega honum lögmanni.

„Honum líður, miðað við aðstæður, ágætlega og býr við betri aðbúnað en í fyrstu,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 

Búist er við því að Íslendingurinn muni eiga annan fund með sænska ræðismanninum um helgina.

Ekki liggur fyrir hvort hann hafi fengið eða sé búinn að ræða við ættingja sína á Íslandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert