100 daga áætlun

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna stjórnarsáttmálann á blaðamannafundi.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna stjórnarsáttmálann á blaðamannafundi. mbl.is/Árni Sæberg

Með stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, fylgir áætlun um hverju nýja ríkisstjórnin ætlar að ná fram á næstu 100 dögum.

Í því felst m.a. að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave–samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör.

Þá á að ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Áfram verður unnið að verkefnum sem ríkisstjórnin hefur áður kynnt, þar á meðal endurskoðunar peningamálastefnunnar á vegum Seðlabanka Íslands og hann hefur líka það verkefni að fjalla um framtíð verðtryggingarinnar. Jafnframt verður haldið áfram vinnu við endurskipulagningu bankakerfsins og aðrar þær aðgerðir sem verða munu til að efla traust á fjármálakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert