Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins

Teymi.
Teymi.

Teymi tók yfir skuldir tveggja félaga, TT1 ehf. og TT2 ehf., sem eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis, þegar félagið var afskráð í október síðastliðnum. Skuldin, sem er við Íslandsbanka, stóð í 829 milljónum króna þann 28. febrúar.

Félögin tvö voru annars vegar í eigu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Teymis, og eiginkonu hans, og hins vegar í eigu Ólafs Þórs Jóhannessonar, fjármálastjóra félagsins, og eiginkonu hans. Þau voru upphaflega stofnuð í ágúst 2007 þegar stjórnendurnir tveir fengu að kaupa 70 milljón hluti að nafnvirði í Teymi. Kaupin voru fjármögnuð af Glitni, sem nú heitir Íslandsbanki. Þeir voru ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum heldur féll sú ábyrgð á Teymi samkvæmt samningunum, en Teymi var þá almenningshlutafélag. Stjórnendurnir og eiginkonur þeirra gátu því ekki tapað krónu á viðskiptunum.

Á hinn bóginn fylgdi hlutunum söluréttur sem átti að verða virkur í lok ágúst 2010. Ef gengi bréfa Teymis hefði hækkað þá hefðu félögin tvö getað selt hlutina, með tilheyrandi hagnaði fyrir eigendur þeirra.

Ólafur Þór segir lánin fyrir hlutabréfakaupunum einfaldlega hafa verið hluta af kaupréttarsamningum. „Í raun voru þetta félög sem við áttum og sem áttu síðan hluti í Teymi. Við afskráningu félagsins þá voru þessi félög síðan færð undir Teymi. Þetta voru lánaskilmálar sem kváðu á um það að félagið þyrfti að vera á markaði. Þetta var gert með þessum hætti og kom fram í ársreikningi Teymis árið 2007. Þessar skuldbindingar voru því í sjálfum sér alltaf færðar í ársreikninga Teymis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert