20 lögreglumenn hætta í dag

Lögregla við störf á Reykjanesbraut.
Lögregla við störf á Reykjanesbraut. mbl.is/Hilmar Bragi

„Við erum gapandi hissa á því hvernig þessi mál hafa verið unnin,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur og lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu, en í dag taka gildi uppsagnir 20 lögreglumanna sem ráðnir voru tímabundið til starfa hjá embættinu.

Arinbjörn segir að stjórnvöldum hafi þótt lögreglumenn nógu góðir til að standa vaktina meðan á búsáhaldabyltingunni stóð. „Við gerum okkur grein fyrir að það eru þrengingar í þjóðfélaginu,“ segir Arngrímur, „og álagið sem annars er hjá þessum tuttugu flyst bara á færri hendur. Já, þetta lítur ekki vel út.“ Hann segir furðulegt að hægt sé að koma fram við fólk með þeim hætti sem gert er við lögreglumennina. „Það er nánast eins og við bíðum hérna við lögreglustöðvarnar á hverjum morgni til að athuga hvort við fáum vinnu. Þetta er bara sorglegt.“

Mikil ólga er innan félagsins vegna málsins og mönnum finnst embættið ekki standa sig nógu vel.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert