Áforma að flytja 38 mál á vorþinginu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/ÁrnI Sæberg

Ríkisstjórnin áformar að flytja 38 mál á 137. löggjafarþinginu sem nú er nýhafið. Þetta má lesa úr þingmálaskrá sem lögð var fram um leið og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Flest mál verða flutt af hálfu viðskiptaráðherra, 8 talsins. Þetta kemur fram á vef forsætisráðuneytisins.

Forsætisráðuneytið mun m.a. leggja fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og frumvarp til laga um ráðgefandi stjórnlagaþing.

Fjármálaráðuneytið mun leggja fram frumvarp til laga um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.

Utanríkisráðuneytið mun t.d. leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert