Brosnan berst gegn hvalveiðum

Pierce Brosnan við Hvíta húsið í gær.
Pierce Brosnan við Hvíta húsið í gær. Reuters

Írski leikarinn Pierce Brosnan heimsótti Hvíta húsið í Washington í gær og notaði tækifærið til að hvetja Bandaríkjastjórn til að hefja viðræður við Íslendinga, Norðmenn og Japana um hvalveiðar. 

„Ríkisstjórnin og forsetinn eru framsýn og gera sér grein fyrir því hvað er í húfi í þessu máli," sagði Brosnan, sem ekki náði fundi Baracks Obama. „Flestir telja að búið sé að bjarga hvölunum en það er ekki raunin. Þeim er enn slátrað."

Brosnan, sem m.a. hefur leikið James Bond og í söngvamyndinni Mamma Mia! vakti mikla athygli þegar hann mætti í Hvíta húsið og ræddi þar við fréttamenn, að sögn  vefjarins Irish Central.  Hann sagðist afar ánægður með að hafa fengið tækifæri til að skoða sig um í húsinu.

Broscnan vinnur nú að ævintýramynd ásamt Umu Thurman og Sean Bean.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert