Með björg í bú úr Hornbjargi

Fjórmenningarnir með eggin sem þeir sóttu í Hornbjarg.
Fjórmenningarnir með eggin sem þeir sóttu í Hornbjarg. mynd/Jón G. Guðjónsson

Sædís ÍS-67 kom í gærkvöldi inn á Norðurfjörð úr eggjaleiðangri í Hornbjargi. Sædísin er nú að hætta á grásleppuveiðum og byrjar fljótlega siglingar frá Norðurfirði á Hornstrandir með ferðafólk en mikil eftirspurn er eftir slíkum ferðum í sumar.

Í ferðinni voru Reimar Vilmundarson, Sigurður Stefánsson, Kristmundur Kristmundsson og Páll Pálsson. Þeir tíndu eggin í svonefndum Forvaða í Hornbjargi. Alls náðu þeir 800 eggjum, allt svartfuglseggjum.

Árneshreppsbúar gátu í gærkvöldi fengið  svartfuglsegg hjá þeim félögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert