Mikið markaðsátak í fuglaskoðun

Andarfjölskylda
Andarfjölskylda mbl.is/Ómar Óskarsson

„Könnun á vegum bandarísku stofnunarinnar US Fish and Wildlife Service sýnir að um 20 milljónir Bandaríkjamanna fara í fuglaskoðunarferðir á hverju ári. Þarna úti er ofboðslega stór markaður,“ segir Hrafn Svavarsson, formaður nýstofnaðra samtaka sem ætla að vinna markvisst að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fuglaáhugamenn.

Að sögn Hrafns hefur Útflutningsráð haft veg og vanda af stofnun Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu ásamt ýmsum áhugamönnum um málefnið.

Hann leggur áherslu á að þótt markaðurinn sé stór þá sé samkeppnin einnig gríðarlega mikil og þess vegna sé sameiginlegt átak nauðsynlegt.

„Á undanförnum árum hafa víða verið sett af stað svæðisbundin verkefni sem miða að því að laða að og taka á móti fuglaskoðurum. Með því að stofna landssamtök er ætlunin að vinna sameiginlega að því að gera Ísland að eftirsóttum áfangastað erlendra fuglaáhugamanna í Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir Hrafn og bætir því við að þótt hér séu færri tegundir en víða annars staðar séu hér margar hánorrænar tegundir sem ekki finnist á suðlægari slóðum.

Spáð í hreiðurgerð
Spáð í hreiðurgerð mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert