Furða sig á stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ásdís Ásgeirsdóttir

Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins lýsir furðu sinni á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem m.a. var rædd á síðasta eldhúsdegi á Alþingi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vantaði allar útfærslur um það hvernig bregðast ætti við þeim efnahagsvanda sem við blasir. Ekkert var útlistað um það hvernig efla eigi atvinnulífið og afla nýrra tekna fyrir þjóðfélagið í heild. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar.

„Frjálslyndi flokkurinn áréttar tillögur sínar sem flokkurinn setti fram í síðustu kosningabaráttu til eflingar atvinnulífinu og öflunar nýrra tekna fyrir þjóðarbúið. Frjálslyndi flokkurinn telur að vandinn verði ekki leystur með skattahækkunum einum sér eða niðurskuði. Nýjar tekjur og aukin atvinna verður að koma til."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka