Óvenjukalt í háloftunum

Bíll fór út af veginum yfir Hellisheiði í dag þegar …
Bíll fór út af veginum yfir Hellisheiði í dag þegar skyndilega fór að snjóa. mbl.is/RAX

Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að það hafi verið óvenju kalt í háloftunum og það hafi ollið því að loftið yfir landinu var óstöðugt. Snjókomu og þrumuveður á Suðurlandi má rekja til þess. Bílar hafa lent útaf á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja er á vegum.

Teitur Arason, segir að það hafi verið óvenju kalt í háloftunum sem olli því að loftið yfir landinu var óstöðugt. „Hitunin niður við jörð var síðan nóg til þess að það varð uppstreymi. Vegna óstöðugleikans þurfti minni hitun en ella til þess að skapa uppstreymi, og úr því mynduðust háreist skúraský. Úr þeim komu svo þrumur og eldingar,“ segir Teitur.

Eldingu sló niður í rafmagnslínu sem olli því að rafmagnslaust varð í Hveragerði. Þá hefur lögregla þurft að aðstoða ökumenn vegna leiðindafærðar en erfitt hefur reynst að keyra á hálum veginum á sumardekkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert