Báðir komið við sögu hjá lögreglu

Ræningjarnir tveir sem brutust inn í íbúðarhús á Seltjarnarnesi í gærkvöldi voru handteknir í dag. Þeir hafa báðir hafa játað aðild að málinu. Þriðja mannsins er leitað í tengslum við málið.

Tveir karlar um tvítugt eru nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir hafa játað aðild sína að málinu á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Þar var farið inn á heimili karls á áttræðisaldri og miklu af úrum og skartgripum stolið. Húsráðandi kom að mönnunum og var hann sleginn í andlitið og síðan bundinn á höndum og fótum með límbandi.

Mennirnir, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, voru handteknir síðdegis á heimili annars þeirra í austurhluta borgarinnar. Lögreglan leitar þriðja mannsins í tengslum við rannsókn málsins og er búist við að hann verði handtekinn innan tíðar, verði hann þá ekki þegar búinn að gefa sig fram.

Samkvæmt heimildum mbl.is munu mennirnir hafa komið ránsfengnum undan upp í fíkniefnaskuld.

Lögreglan vill þakka fjölmiðlum og almenningi sérstaklega fyrir aðstoðina en umfjöllun hinna fyrrnefndu og góð viðbrögð þeirra síðarnefndu gaf af sér upplýsingar er leiddu til handtöku mannanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert