Vanskil hafa sextánfaldast

„Staðan er þannig núna meðal fyrirtækjanna að vanskil hafa sextánfaldast frá því fyrir rúmu ári síðan. Vanskil sem eru lengri en þriggja mánaða eru 160 milljarðar. Það fara tæplega 100 fyrirtæki á hausinn í hverri viku,“sagði Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, við umræður um stöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs á Alþingi í dag.

Umræðurnar fóru fram í kjölfar fyrirspurnar Birkis Jóns Jónssonar Framsóknarflokki til félags- og tryggingamálamálaráðherra um hvað áætlað væri að þeir fjármunir sem nú eru í Atvinnuleysistryggingasjóði dugi lengi til útgreiðslu.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði að unnið væri með aðilum vinnumarkaðarins að því að leggja grunn að stöðugleikasáttmála. Ljóst væri að ríkið þyrfti að taka lán til að standa skil á þeim skuldbindingum sem á ríkinu hvíldu gagnvart atvinnulausum, eftir að sjóðurinn tæmist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert