Slepptu íslenska fánanum

mbl.is/ÞÖK

Bæjaryfirvöld í Öregrund í Östhammar í Svíþjóð ákváðu nýlega að sleppa því að setja upp fánastöng fyrir íslenska fánann þegar settar voru upp fánastangir fyrir fána Norðurlandanna og Evrópusambandsríkin.

 Er ástæðan sögð vera sú að verkefnið hafi verið orðið of dýrt. Þetta kemur fram á fréttavef Uppsala Nya Tidning. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd og er nú í endurskoðun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert