Nýr forseti Skáksambandsins

Gunnar Björnsson.
Gunnar Björnsson.

Gunnar Björnsson var kjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór laugardaginn 30. maí sl. Gunnar tók við af Birni Þorfinnssyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

Gunnar hefur starfað í skákhreyfingunni í samfleytt 23 ár og er formaður Taflfélagsins Hellis en mun láta af því starfi í sumar.

Að sögn Skáksambandsins sagði Gunnar á ársþinginu eftir kjörið, að megináhersla yrði lögð á innlenda starfsemi á næsta starfsári og ekki yrði úr henni dregið heldur frekar gefið í.  Einnig yrði lögð áhersla á að halda Norðurlandasamstarfinu óbreyttu. Draga þyrfti hins vegar úr annarri alþjóðlegri starfsemi sökum breyttra aðstæðna og það væri ljóst að ekki yrði hægt að senda jafn marga fulltrúa og áður á Evrópu- og heimsmeistaramót og að þátttaka Íslands á slíkum atburðum gæti orðið með öðrum formerkjum en hingað til. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert