Herbert þarf ekki að greiða þakviðgerð

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson.

Hæstiréttur vísaði í dag frá dómi máli húsfélagsins Prestsbakka 11-21 gegn Herberti Guðmundssyni vegna þakviðgerða á raðhúsalengjunni. Hæstiréttur taldi slíka bresti á málatilbúnaði húsfélagsins að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu í heild frá héraðsdómi vegna vanreifunar.


Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í júní a síðasta ári dæmt Herbert til að greiða 3,9 milljónir króna til húsfélagsins vegna viðgerða á þökum húsanna. Áður en tekin var ákvörðun um að eigendur allra íbúðanna tækju þátt í kostnaðinum hafði Herbert látið gera umfangsmiklar viðgerðir á sínu þaki án þátttöku annarra húsa. Hann andmælti því ávallt greiðsluskyldu.

Hæstiréttur taldi að kostnaðarskiptingin væri óeðlileg og afar ósanngjörn og var fallið á sjónarmið Herberts, þ.e. að þeim væri óskylt að bera kostnað af viðgerðum á þökum hinna húsanna. Herbert hafði viðurkennt greiðsluskyldu vegna annars viðgerðarkostnaðar en dóminum þótti torvelt að henda reiður á þeirri fjárhæð. Ekki voru því fyrir hendi forsendur til að dæma Herbert til að greiðslu að álitum.

Þá þóttu slíkir brestir á málatilbúnaði húsfélagsins að óhjákvæmilegt var að vísa málinu frá í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert