„Pólitískt sjálfsmorð“ að kollvarpa sjávarútveginum

Atli Gíslason, þingmaður VG, sést hér í ræðustól á Alþingi.
Atli Gíslason, þingmaður VG, sést hér í ræðustól á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, sagði í ræðu á málþingi um auðlindastýringu og fyrningarleið í Vestmannaeyjum í dag, að innköllunarleið aflaheimilda yrði ekki farin ef sýnt yrði að hún myndi skaða atvinnulíf og byggð í landinu.

Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

„Ef þessi innköllunarleið, miðað við hagræna og þjóðhagslega útreikninga, fer í bága við hin fimm markmiðin [markmið um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmála] um að efla atvinnu og efla byggð í landinu þá verður þessi leið ekki farin,“ er haft eftir Atla.

„Ég get sagt það hér og hef oft sagt það áður að ég fer ekki að fara í einhverjar ráðstafanir sem munu kollvarpa sjávarútveginum. Það er pólitískt sjálfsmorð, sérstaklega á þessum tímum sem við lifum í dag,“ sagði Atli ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert