Meginlandsmistur yfir landinu

Svifryksmengun verður útbreidd á landinu á morgun.
Svifryksmengun verður útbreidd á landinu á morgun. Mynd/ust.is

Búast má við að mengaður loftmassi frá mið- og suður Evrópu komi inn yfir landið úr vestri á morgun. Loftmassinn hefur frá mánaðarmótum verið að teygja sig út á Atlandshaf og er í dag sunnan og vestan við landið. Þetta kemur fram á vefsvæði Umhverfisstofnunnar.

Ekki er gert ráð fyrir að mengunin fari yfir heilsufarsmörk en þar sem hún verður mjög útbreidd má búast við nokkru mistri í lofti, sérstaklega á vestanverðu landinu.

Nokkrum sinnum á ári gerist það að mengað loft frá Evrópu berst til landsins.

Vefsvæði Umhverfisstofnunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert