Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi

Reuters

Embættismenn á vegum Íslands, Bretlands og Hollands gengu frá lausum endum vegna Icesave-málsins í gærkvöldi en lending um helstu atriði náðist í fyrradag.  Fastlega er búist við að ríkisstjórnin kynni samkomulagið á blaðamannafundi í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerir samkomulagið ráð fyrir samsettu skuldabréfi í evrum og pundum upp á um 630 milljarða króna á núvirði með 5,5% vöxtum árlega. Um er að ræða 2,2 milljarða punda og 1,1 milljarð evra.

Skilanefndin mun ekki þurfa að greiða af skuldabréfinu í sjö ár, en ljúka þarf greiðslu þess innan fimmtán ára frá útgáfudegi. Á meðan ekki þarf að greiða af láninu gefst skilanefndinni ráðrúm til að hámarka virði eigna Landsbankans eða semja um endurfjármögnun. 

Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun höfuðstóll lánsins lækka mjög fljótlega eftir að samkomulag liggur fyrir. Skýringin er sú að hluti 300 milljóna punda á reikningi Landsbankans hjá Englandsbanka verður nýttur til að greiða lánið niður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert