Skáru hnúfubakinn úr dræsunni

Úr Grímsey.
Úr Grímsey. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Grímseyingar slepptu í dag hnúfubaki sem flækst hafði í netadræsu og komið var með að landi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri stóð til að slátra skepnunni og grilla hana áður en menn áttuðu sig á því að hnúfubakar eru alfriðaðir.

Það var síðan fyrir tilstilli sjávarútvegsráðuneytisins sem lögreglan á Akureyri sló á þráðinn út í eyju og upplýstu menn þar um að hnúfubakurinn væri friðaður. Brugðust menn þá skjótt við, skáru hvalinn úr dræsunni og slepptu á haf út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert