Íbúarnir vilja úrbætur strax

Íbúará Kjalarnesi krefjast undirganga og girðingar við Vesturlandsveg strax. Þeir krefjast þess einnig að hámarkshraði verði virtur. Til þess að leggja áherslu á kröfur sínar ætla þeir að efna til aðgerða við veginn síðdegis á föstudag.

„Við gerum þetta barnanna vegna. Aðstæðurnar þarna eru gríðarlegt áhyggjuefni. Vesturlandsvegur sker í raun byggðina í sundur. Börnin fyrir ofan veg sækja í tómstundir og til leikfélaga neðan vegar. Þau verða því að fara yfir Vesturlandsveginn en algengt er að 5 til 6 þúsund bílar fari þar um á dag. Aðeins einstaka ökumenn virða hraðatakmörkunina sem er 70 km hámarkshraði á ákveðnum kafla. Þess vegna er erfitt fyrir litla fætur að þræða á milli bílanna,“ segir Ásgeir Harðarson, foreldri á Skrauthólum á Kjalarnesi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert