Framsóknarmenn funda á morgun

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson. mbl.is

 Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna, kveðst hafa gert sjálfstæðismönnum grein fyrir hver næstu skref eigi að vera vegna skýrslu Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun. Hann mun gera fulltrúaráði Framsóknarflokksins grein fyrir stöðunni á fundi annað kvöld. 

Ómar vildi í samtali við Morgunblaðið ekki ræða um það sem fór honum og sjálfstæðismönnum á milli, fyrst vildi hann ræða stöðuna við fulltrúaráðið. 

Fundurinn í fullltrúaráðinu hefst klukkan 20 annað kvöld. Aðeins eitt mál er á dagskrá: Greinargerð endurskoðendafyrirtækisins Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjáls miðlun á árunum 2003-2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka