Tekur undir tillögu um skattlagningu lífeyrissjóðstekna

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist á Alþingi í dag taka undir tillögur sjálfstæðismanna um skattlagningu lífeyrissjóðstekna. Hana þurfi að skoða mjög vel.

„Hún er hugvitssamleg og í henni felst að mögulegt er að afla ríkissjóði töluvert mikilla tekna núna, án þess að skerða umsvif heimilanna. Ég tel að þessa tillögu þurfi að skoða mjög vel. Mér líst vel á hana. Ég ímynda mér að hún njóti ekki mikils brautargengis hjá lífeyrissjóðunum miðað við hvernig ég hef kynnst viðhorfum þeirra,“ sagði Össur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert