Fasteignamat íbúða hækkar

Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 1,2% með nýju fasteignamati sem tekur gildi á næsta ári. Breytingin er misjöfn eftir hverfum, þannig hækkar húsnæði í Suður-Þingholtum um 31,5% en í Vallahverfinu í Hafnarfirði lækkar matið um 16,2%.

Suður-Þingholtum má gróflega lýsa sem svæðinu sunnan og suðvestan  Njarðargötu og Bergstaðastrætis, en þar er þéttleiki byggðarinnar minni en þegar ofar dregur í Skólavörðuholtið.

Fasteignaeigendur munu fá sendar tilkynningar um nýtt fasteignamat í næstu viku og hafa frest til 24.júlí nk. til að gera við það athugasemdir.

Fasteignaskrá Íslands hefur tekið upp nýjar og endurbættar aðferðir við útreikninga á fasteignamatinu til þess að fá raunhæfara mat, til að matið  endurspegli markaðsvirði eigna betur en hefur verið. Matið er unnið út frá  verðlagi í febrúar 2009, en verður um 5% lægra en niðurstaða reiknilíkansins gefur til kynna miðað við þann tíma. Við næsta mat verður könnuð verðlagsþróun frá febrúar 2009 til febrúar 2010.

Auk upplýsinga um gangverð á fasteignamarkaði, sem unnar hafa verið upp úr þinglýstum kaupsamningum síðastliðinna fimm ára, byggist breytt íbúðamat á margvíslegum upplýsingum um eiginleika og gerð hverrar eignar. Meðal ólíkra þátta sem hafa áhrif á verðmat má nefna staðsetningu, fjölda herbergja og hreinlætistækja og hvort lyfta sé í húsi.

Frá árinu 2001 hefur fasteignamatinu verið viðhaldið með framreikningi, þannig að allar eignir í tilteknum flokki í hverju sveitarfélagi hækkuðu jafn mikið. Breytingin er gerð þar sem einstakar eignir þróuðust ekki eins og framreikningar gáfu vísbendingar um og matið fylgdi því ekki breytingum á markaðsvirði.

Mat á 55% íbúða hækkar -  lækkar á 45%

Samanlagt fasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu hækkar um 2,5%. Á Íslandi eru 122.000 íbúðir skráðar, þar af hækkar mat á 67.000 íbúðum en á 55.000 íbúðum lækkar matið. Mest hækkar fasteignamatið á Suðurnesjum, um 13,2%, en minnst á höfuðborgarsvæðinu.

Heildarmat fasteigna á landinu öllu lækkar um 0,3% við breytinguna, Þar af lækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 6,0% og mat sumarbústaða um 5,0%. Fasteignamat jarða lækkar um 2,2%.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar, sem situr í stjórn Fasteignaskrár Íslands, segir nýtt og raunhæfara fasteignamat mjög til bóta. Matið mun hafa áhrif á áætlanagerð fjárlaga sveitarfélaga fyrir næsta ár, en eftir á að koma í ljós með hvaða hætti. Fasteignagjöld er mikilvægur tekjustofn fyrir sveitarfélögin, en áætlað er að þau skili sveitarfélögunum  samanlagt 41 milljarði króna á þessu ári.

mbl.is

Innlent »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...