Fasteignamat íbúða hækkar

Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 1,2% með nýju fasteignamati sem tekur gildi á næsta ári. Breytingin er misjöfn eftir hverfum, þannig hækkar húsnæði í Suður-Þingholtum um 31,5% en í Vallahverfinu í Hafnarfirði lækkar matið um 16,2%.

Suður-Þingholtum má gróflega lýsa sem svæðinu sunnan og suðvestan  Njarðargötu og Bergstaðastrætis, en þar er þéttleiki byggðarinnar minni en þegar ofar dregur í Skólavörðuholtið.

Fasteignaeigendur munu fá sendar tilkynningar um nýtt fasteignamat í næstu viku og hafa frest til 24.júlí nk. til að gera við það athugasemdir.

Fasteignaskrá Íslands hefur tekið upp nýjar og endurbættar aðferðir við útreikninga á fasteignamatinu til þess að fá raunhæfara mat, til að matið  endurspegli markaðsvirði eigna betur en hefur verið. Matið er unnið út frá  verðlagi í febrúar 2009, en verður um 5% lægra en niðurstaða reiknilíkansins gefur til kynna miðað við þann tíma. Við næsta mat verður könnuð verðlagsþróun frá febrúar 2009 til febrúar 2010.

Auk upplýsinga um gangverð á fasteignamarkaði, sem unnar hafa verið upp úr þinglýstum kaupsamningum síðastliðinna fimm ára, byggist breytt íbúðamat á margvíslegum upplýsingum um eiginleika og gerð hverrar eignar. Meðal ólíkra þátta sem hafa áhrif á verðmat má nefna staðsetningu, fjölda herbergja og hreinlætistækja og hvort lyfta sé í húsi.

Frá árinu 2001 hefur fasteignamatinu verið viðhaldið með framreikningi, þannig að allar eignir í tilteknum flokki í hverju sveitarfélagi hækkuðu jafn mikið. Breytingin er gerð þar sem einstakar eignir þróuðust ekki eins og framreikningar gáfu vísbendingar um og matið fylgdi því ekki breytingum á markaðsvirði.

Mat á 55% íbúða hækkar -  lækkar á 45%

Samanlagt fasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu hækkar um 2,5%. Á Íslandi eru 122.000 íbúðir skráðar, þar af hækkar mat á 67.000 íbúðum en á 55.000 íbúðum lækkar matið. Mest hækkar fasteignamatið á Suðurnesjum, um 13,2%, en minnst á höfuðborgarsvæðinu.

Heildarmat fasteigna á landinu öllu lækkar um 0,3% við breytinguna, Þar af lækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 6,0% og mat sumarbústaða um 5,0%. Fasteignamat jarða lækkar um 2,2%.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar, sem situr í stjórn Fasteignaskrár Íslands, segir nýtt og raunhæfara fasteignamat mjög til bóta. Matið mun hafa áhrif á áætlanagerð fjárlaga sveitarfélaga fyrir næsta ár, en eftir á að koma í ljós með hvaða hætti. Fasteignagjöld er mikilvægur tekjustofn fyrir sveitarfélögin, en áætlað er að þau skili sveitarfélögunum  samanlagt 41 milljarði króna á þessu ári.

mbl.is

Innlent »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »

Fjöldi borgarfulltrúa á dagskrá stjórnar

16:46 Frumvarp um breytingar á sveitastjórnarlögum er varða fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frumvarpið er í óbreyttri mynd frá síðasta löggjafarþingi, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá m.a. vegna mikillar andstöðu Vinstri grænna og Pírata. Meira »

Handtóku byssumanninn við Ölhúsið

16:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem ógnað hafði öðrum manni með skammbyssu við Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sl. föstudag. Bíður hann nú skýrslutöku. Meira »

Jeppa stolið við Þróttaraheimilið

16:22 Jeppa af gerðinni Mitsubishi Pajero af árgerð 2007 var stolið við Þróttaraheimilið í hádeginu í dag. Númer bifeiðarinnar er OH-254. Lyklum að bifreiðinni var stolið úr búningsklefa í Þróttaraheimilinu, en bíllinn stóð læstur á bílastæði. Meira »

H&M skiltið fjarlægt í dag

16:09 Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M auglýsingu á Lækjargötu. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér nú síðdegis, segir að málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni sé að ræða. Meira »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Hópmálsóknin aftur til héraðs

16:06 Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsóknar þriggja hópa á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni og vísað málunum aftur til héraðs. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Stúdíóíbúð í Ártúnsholti
Til leigu 23 m² stúdíóíbúð í Ártúnsholtinu. Íbúðin er herbergi með eldhúskrók og...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...