Fasteignamat íbúða hækkar

Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 1,2% með nýju fasteignamati sem tekur gildi á næsta ári. Breytingin er misjöfn eftir hverfum, þannig hækkar húsnæði í Suður-Þingholtum um 31,5% en í Vallahverfinu í Hafnarfirði lækkar matið um 16,2%.

Suður-Þingholtum má gróflega lýsa sem svæðinu sunnan og suðvestan  Njarðargötu og Bergstaðastrætis, en þar er þéttleiki byggðarinnar minni en þegar ofar dregur í Skólavörðuholtið.

Fasteignaeigendur munu fá sendar tilkynningar um nýtt fasteignamat í næstu viku og hafa frest til 24.júlí nk. til að gera við það athugasemdir.

Fasteignaskrá Íslands hefur tekið upp nýjar og endurbættar aðferðir við útreikninga á fasteignamatinu til þess að fá raunhæfara mat, til að matið  endurspegli markaðsvirði eigna betur en hefur verið. Matið er unnið út frá  verðlagi í febrúar 2009, en verður um 5% lægra en niðurstaða reiknilíkansins gefur til kynna miðað við þann tíma. Við næsta mat verður könnuð verðlagsþróun frá febrúar 2009 til febrúar 2010.

Auk upplýsinga um gangverð á fasteignamarkaði, sem unnar hafa verið upp úr þinglýstum kaupsamningum síðastliðinna fimm ára, byggist breytt íbúðamat á margvíslegum upplýsingum um eiginleika og gerð hverrar eignar. Meðal ólíkra þátta sem hafa áhrif á verðmat má nefna staðsetningu, fjölda herbergja og hreinlætistækja og hvort lyfta sé í húsi.

Frá árinu 2001 hefur fasteignamatinu verið viðhaldið með framreikningi, þannig að allar eignir í tilteknum flokki í hverju sveitarfélagi hækkuðu jafn mikið. Breytingin er gerð þar sem einstakar eignir þróuðust ekki eins og framreikningar gáfu vísbendingar um og matið fylgdi því ekki breytingum á markaðsvirði.

Mat á 55% íbúða hækkar -  lækkar á 45%

Samanlagt fasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu hækkar um 2,5%. Á Íslandi eru 122.000 íbúðir skráðar, þar af hækkar mat á 67.000 íbúðum en á 55.000 íbúðum lækkar matið. Mest hækkar fasteignamatið á Suðurnesjum, um 13,2%, en minnst á höfuðborgarsvæðinu.

Heildarmat fasteigna á landinu öllu lækkar um 0,3% við breytinguna, Þar af lækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 6,0% og mat sumarbústaða um 5,0%. Fasteignamat jarða lækkar um 2,2%.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar, sem situr í stjórn Fasteignaskrár Íslands, segir nýtt og raunhæfara fasteignamat mjög til bóta. Matið mun hafa áhrif á áætlanagerð fjárlaga sveitarfélaga fyrir næsta ár, en eftir á að koma í ljós með hvaða hætti. Fasteignagjöld er mikilvægur tekjustofn fyrir sveitarfélögin, en áætlað er að þau skili sveitarfélögunum  samanlagt 41 milljarði króna á þessu ári.

mbl.is

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...