Sendi skýringar á töf

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari.
Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari. mbl.is/Ómar

Ríkissaksóknari sendi umboðsmanni Alþingis í dag útskýringar á því að kæra, sem embætti hans var send vegna niðurfellingar ábyrgða lykilstjórnenda Kaupþings, var þrjá mánuði á leiðinni frá ríkissaksóknara til sérstaks saksóknara.  

Fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins í gær, að fyrrverandi hluthafi í gamla Kaupþingi hefði kært ákvarðanir stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðirnar. Kæran var send lögreglu í nóvember en kæran var þrjá mánuði á leiðinni frá ríkissaksóknara til embættis sérstaks saksóknara.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að ríkissaksóknara hefði í dag sent umboðsmanni Alþingis útskýringar á töfunum. Samkvæmt bókunum embættisins var málið og gögn því tengd sent sérstökum saksóknara þegar í janúar eftir að það embætti var stofnað. Svo virðist sem um einhver mistök hafi verið að ræða og gögn hafi ekki skilað sér frá embætti ríkissaksóknara. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert