Hægt að byggja allan Ísafjörð tíu sinnum fyrir 660 milljarða króna

Mótmælendur á Austurvelli.
Mótmælendur á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave svara til tífalds brunabótamats allra fasteigna á Ísafirði. Ef endurreisa þyrfti allan Ísafjörð, allar íbúðir, verslanir, skrifstofur, verksmiðjur, skóla, kirkjuna og aðrar fasteignir í kaupstaðnum, þá myndi Icesave-upphæðin, 660 milljarðar króna, duga tíu sinnum til þess. Hún jafngildir einnig tvöföldu brunabótamati á öllum fasteignum í Hafnarfirði og áttföldu brunabótamati allra fasteigna í Fjarðabyggð.

Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.

Rétt er að taka skýrt fram, að hér er miðað við heildarskuldbindingar samkvæmt Icesave-samkomulaginu, fyrir sölu á eignum Landsbankans. Andvirði þeirra eigna mun koma til lækkunar. Í samantekt Morgunblaðsins er því ekkert mat lagt á hversu háar upphæðir lenda á almenningi, heldur reynt að setja skuldbindingarnar í skiljanlegt samhengi.

Ef 660 milljarðar króna væru í þúsund króna seðlum þyrfti 55 flutningabíla til að flytja peningana. Aðeins þyrfti um fimmtung farmsins til að ljúka framkvæmdum við nýtt háskólasjúkrahús, Sundabraut, tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og framkvæmdum við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert