Segja samráðsfundinn hafa verið ágætan

Fundur ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins, vegna stöðugleikasáttmála og væntanlegar niðurskurðaraðgerðir til að ná niður halla á ríkissjóði, sem haldinn var síðastliðinn laugardag, var ágætur. Þetta er mat þeirra Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands, sem báðir voru á fundinum ásamt fleirum. Þeir segja þó að engin niðurstaða hafi orðið af fundinum og því sé engin tíðindi hægt að flytja af honum.

Halldór segir að allt sem sett hafi verið fram á fundinum með ríkisstjórninni hafi verið kynnt í trúnaði og eftir eigi að vinna ýmis mál frekar en gert hefur verið. Hann segist vona að mál muni skýrast betur í þessari viku. Það verði að fara að klára þessi mál.

„Mér fannst þetta vera ágætis áfangi. Og ég tel að ríkisstjórnin sé að reyna að ná sátt sem flestra, sem er mjög erfitt verkefni,“ segir Halldór. Þá segir hann að frekari fundir séu væntanlegir, líklega í þessari viku. Hann segist alls ekki vera svartsýnn á framhaldið. Þetta sé lykillinn að því að hægt sé að byggja upp bjarta framtíð hér á landi á komandi árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert