Vilja að matsfyrirtæki segi álit á Icesave-samningi

Samtökin InDefence segja, að til að takmarka áhættu við ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins sé nauðsynlegt að leita álits óháðra matsfyrirtækja á samningum og öðrum erlendum skuldbindingum til að fá úr því skorið hvaða áhrif skuldbindingarnar hafa á lánshæfismat íslenska ríkisins. 

InDefence segja, að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur á lánshæfismati ríkisins vegna Icesave-skuldbindingarinnar og taka þar með undir orð Greiningar  Íslandsbanka í Morgunkorni sínu í dag, um að óhætt sé að hafa hóflegar áhyggjur af því að til frekari lækkunar lánshæfismatsins komi.

Lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins eru nú almennt í lægsta þrep B flokks og hafa horfur verið neikvæðar. Því er talin hætta á að einkunnirnar falli niður um flokk og komist þá í hóp svokallaðra annars flokks lánshæfis- eða spákaupmennskuflokk en á ensku eru skuldabréf sem falla í þennan flokk kennd við rusl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert