Hætt við vegagerð

Nýi kaflinn á Arnarnesvegi sem frestað hefur verið átti að …
Nýi kaflinn á Arnarnesvegi sem frestað hefur verið átti að liggja frá stóra hringtorginu á Reykjanesbraut. mbl.is/Rax

Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma tveimur útboðum hjá Vegagerðinni sem þegar hafa verið auglýst. Tilboðin átti að opna eftir helgi. Frestunin tengist niðurskurði í útgjöldum ríkisins sem nú er unnið að.

Framkvæmdirnar sem hætt var við eru lagning Arnarnesvegar frá nýja hringtorginu á Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg og Reykjabraut í Húnavatnssýslu.

Kaflinn á Arnarnesvegi er tæplega 2 km langur með tveimur akreinum, fernum gatnamótum og fjórum steyptum undirgöngum. Hann er því talsvert stórt verk. Vegurinn á í framtíðinni að tengjast Breiðholtsbraut og mynda nýja leið innan höfuðborgarsvæðsins.

Reykjabraut liggur frá Hringveginum og austur fyrir Steinakot í nágrenni Húnavalla. Verkið felst í að endurnýja núverandi veg og leggja nýtt slitlag á liðlega 7 km kafla.

Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er frestunin liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert