Barningur að fá fólk til fiskvinnslu þrátt fyrir atvinnuleysi

Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti
Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það horfir ekki til vandræða nú en gæti orðið áhyggjuefni í haust þegar skólafólkið hættir að vinna,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Brögð eru að því að illa gangi að fá starfsfólk til fiskvinnslu. Vandinn virðist ekki bundinn ákveðnum landshlutum fremur en öðrum.

Farið var yfir stöðuna á stjórnarfundi SF í síðustu viku, í ljósi þess að stjórnvöld áforma að hækka tryggingagjald á atvinnurekendur um allt að eitt og hálft prósent. Hluti gjaldsins rennur til atvinnuleysistryggingasjóðs. Arnar segir nokkuð sérstakt að erfitt sé að manna stöður þegar atvinnuleysistölur eru eins og raun ber vitni. Sem dæmi hafi í einu sveitarfélagi reynst hinn mesti barningur að fá fjóra starfsmenn. Þar voru áttatíu manns atvinnulausir.

„Þessi staða er ekki bara uppi í fiskvinnslu heldur einnig í öðrum greinum. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki geta allir unnið hvaða vinnu sem er en teljum engu að síður vert að benda á þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert